Opnunarhátíð

Sameinað leikhús fjölmenningarinnar

Opnunarhátíðin er töfrandi samruni tungumála leikhússins; líkama, texta, tónlistar og myndrænnar úrvinnslu. Verkið er draumkennd leikhúskitla og mósaíkverk Í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur samansett úr röðum viðburða sem urðu til í skipulagðri spunavinnu. Pálína valdi brot úr verkum eftir höfunda af erlendum uppruna sem búsettir eru á Íslandi og má þar nefna Ewu Marcinek, Elías Knörr og Mazen Maroof auk textabrota eftir Jóhann Sigurjónsson.

Opnunarhátíð var frumsýnd í Tjarnarbíó þann 11. desember 2019.

Tólf flytjendur og fulltrúar ólíkra tungumála og menningarlegs bakgrunns tóku þátt í verkefninu frá Ameríku, Austurríki Serbíu, Kólumbíu, Galiu, Þýskalandi, Íslandi, Indónesíu, Mexíkó, Póllandi, Spáni og Sviþjóð. Verkið er vitnisburður um þá brýnu nauðsyn að skapa hér á landi sameinað leikhús fjölmenningarinnar og er táknrænn viðburður um vígslu Reykjavík Enemble.


"Þetta er afrek... Leikstjórinn skapar af fagmennsku ákaflega fallega og stöðugt áhugaverða heild úr þessum ólíku brotum, með frumlegri lýsingu,  hreyfingarmunstrum, tónlist og söng… Við upplifum  harmræna fortíð sumra, húmor þeirra, baráttu þeirra við að  tjá sig á íslensku, halda í vonina í erfiðu umhverfi, sköpunargleðina, hamingjuna. Og þarna í nándinni sem einungis leikhús getur skapað verða allir í rýminu, allra þjóða kvikindin, leikendur og áhorfendur, ósköp einfaldlega ein sál.” 

— María Kristjánsdóttir, Leikhúsgagnrýnandi, Icelandic National Broadcasting Service RÚV

Óður til sköpunargleðinnar

 

Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir

Leikarar: Elías Knörr, Jordic Mist, José Luis Alexander Anderson Esquivel, Jördis Florentine Richter, Juan Camilo Roman Estrada, Magdalena Tworek, Ragnar Samùel Pierresson, Patrycja Baczek, Paulina Krzeczkowska, Sandrayati Fay, Sonja Kovacevic, Tinna Þorvalds Önnudóttir.

Aðstoð og framleiðsluteymi: Angela Rawling, Anna Halldorsdóttir, Auður Bergdís Snorradóttir, Camille Faivre d'Arcier, Ewa Marcinek, Juliette Louste, Kim Wagenaar, Naila Zhin Ana, Nanna Gunnars, Martyna Daniel.

Verkið komst á svið með samstarfi og stuðningi frá IÐNÓ, Tjarnarbíó and Dansverkstæðinu.