ÍSLENSKA með LEIKLIST
Íslenska með leiklist
skapandi tungumálanám útfrá aðferðum leiklistar
Hvað: Þetta nýja námskeið er hannað fyrir íslenskumælandi fólk af erlendum uppruna sem hefur áhuga á að nýta sér leiklist, - listgrein tjáningar, samskipta og samvinnu, til áframhaldandi íslenskunáms. Tungumál og leiklist bindast órjúfandi böndum og nemendur verða virkjaðir með nýju sérsniðnu íslenskunámi út frá skapandi aðferðum leiklistar með æfingum og hópefli sem gerir þeim kleift að leika sér með tungumálið og tjáningar möguleika þess. Tungumálanám með aðferðafræði leiklistar hvetur nemendur til dáða og flýtir fyrir framförum í skilningi og notkun á tungumálinu. Námið styður nemendur til að eiga í fjörugum orðaskiptum í gegnum kennsluaðferðir sem setja upp hversdagslegar og uppspunnar aðstæður sem hvetja nemendur til leiks, gamans og skapandi samskipta. Námskeiðið styður nemendur við að öðlast aukið sjálfstraust í því að tala og tjá sig á íslensku í öruggu, hvetjandi og styðjandi umhverfi sem flýtir fyrir máltöku og málnotkun þeirra.
Hver: Námskeiðið er fyrir þátttakendur sem hafa lokið 6. stigi íslenskunáms eða hafa sambærilega þekkingu.
Hvenær: Miðvikudaga frá 18. september til 18. desember frá kl: 17:00 - 20:00. 14. skipti. Alls 42 klst.
Hvar: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík
Verð: 94.400 * greiða þarf námskeiðið að fullu áður en námskeiðið hefst. Skráningu lýkur 13. september.
Kennari Pálína Jónsdóttir
Þátttakendur athugi rétt sinn á niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum sínum.
Umsagnir þátttakenda á námskeiði sem haldið var í samstarfi við tungumálaskólann Dósaverksmiðjuna vorið 2024:
Þetta var geggjað námskeið og ég myndi að læra með Pálínu aftur.
Ég myndi elska að halda áfram / endurtaka stig 6 námskeiðið með leiklist.
Mér finnst mjög gaman að taka þátt í þessu námskeði, það er bæði gagnlegt og skemmtilegt. Sú staðreynd að ég þurfti að vera hvatvís á meðan ég lét hlutverk neyddi mig að tala án þess að hugsa alltaf um málfræði (ég hafði ekki tíma til að hafa áhyggjur af því). Mér fannst mjög skemmtilegir alla leika sem við spiluðum, þeir hjálpuðu mér að vera ekki lengur hrædd að tala. Ég held líka að heimaverkefnin sem við þurftum að búa til voru nytsamleg að þvi að ég æfði mig með að nota málfræði og læra ný orð.
First of all, i wanted to say thank you all for a truly amazing course, you are all amazing people!! Secondly i am absolutely up for whatever project or course people are thinking of doing next.
Ég er glöð að læra íslensku með leiklist. Mig langar að segja takk fyrir Pálina og fyrir alla nemenda. Ég er glöð að hitta alla.