Ísland pólerað
,,Ég á höfundaréttinn að vörumerkinu ‘Lost in Iceland’.”
— Ewa Marcinek
Pálína Jónsdóttir er höfundur leikgerðar og leikstjóri Ísland Pólerað (Polishing Iceland) sem byggir á sjálfsævisögulegu smásagnasafni pólska rithöfundarins Ewu Marcinek. Leikverkið kjarnast um sögu pólsks innflytjanda og þær áskoranir sem felast í því að samlagast íslensku samfélagi.
Ísland pólerað er skynörvandi líkamsleikhús sem leikur á mærum gamans og alvöru í ringlureið leitarinnar að mannlegum tengslum og skilningi, umfram orðin ein. Efniviður sýningarinnar er leikinn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku. Flytjendur eru frá Póllandi, Íslandi og Danmörku.
Ísland pólerað var frumsýnt íTjarnarbío þann 11. mars 2020.
☆ ☆ ☆ ☆
,,Það er léttur ljóðrænn tónn í sýningunni, húmor og ljúsfsár írónía. Allt borið fram af örlæti og aflsappaðri fimi. Eins og nafnið bendir til: fágað. Óvenjuleg og skemmtileg heimspekileg revía sem allir geta notið”.
— Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðið
,,Hreyfingar leikaranna þriggja eru skýrt og vel skipulagðar, ekkert smáatriði er tilviljun háð heldur hluti af frásögninni og miðlar merkingu; þessi vinnubrögð eru fáséð á íslensku leiksviði og væri svo sannarlega gaman að sjá áhrifa af þessum vinnubrögðum gæta víðar.”
— Jakob S. Jónsson, Kjarninn
Leikarar: Magdalena Tworek, Michael Richardt, Pétur Óskar Sigurðsson
Leikgerð, leikstjórn & búningar: Pálína Jónsdóttir
Höfundur og verkefnastjóri: Ewa Marcinek
Dramatúrg & sviðsstjóri: angela rawlings
Tónlist & hljóðhönnun: Anna Halldórsdóttir
Ljósahönnuður: Juliette Louste
Leikmunahönnun: Michael Godden
Leikmunasmíði: David Nelson
Búningagerð: Rakel Snorradóttir
Markaðs-og framleiðsluteymi: Bryndís Jónatansdóttir, Claire Paugam, Emma-Line Solander Aubry, Kim Wagenaar, Martyna Daniel, Naila Zahin Ana, Patrik Ontkovic
Reykjavík Ensemble þakkir eftirtöldum aðilum aðstoð og stuðning við gerð sýningarinnar: Aleksandra Koluder, Dansverkstæðið, Hertex, IÐNÓ, Irma, Juan Camilo Román Estrada, Jördis Richter, Marín Björt Valtýsdóttir, Rauði Krossinn, Tinna Þorvalds Önnudóttir.
Styrkt af Reykjavíkurborg & Tjarnarbíó