Ég kem alltaf aftur

Verkið er leikhúsgjörningur tileinkaður minningu og leikhúsarfleifð pólska leikhúshöfundarins Tadeusz Kantor en hann var gestur Listahátíðar árið 1990 með frammúrstefnuleikhópi sínum Cricot2 þar sem þau sýndu Ég kem aldrei aftur.

Þrjátíu árum síðar ákvað Pálína, sem heillaðist af leikhúslist Kantors, að frumsmíða verkið Ég kem alltaf aftur í samstarfi við úrval pólskra og alþjóðlegra listamanna.

Ég kem alltaf aftur var sýnt í Listaklúbbi Listahátíðar í Iðnó í Augúst 2020 þar sem það var skapað á meðan yfirtöku REYKJAVIK ENSEMBLE stóð yfir og var kynnt sem verk í vinnslu.

Efniviður verksins var unninn upp úr rannsókn á áfallasögu pólskra einstaklinga og pólsku þjóðarinnar eða hinu ,,pólska minni” undir yfirskriftinni; að heiman í annan (íslenskan) heim. Með persónulegri nálgun og sjónarhorni inn í heim minninganna framkallast og afhjúpast ósýnilegar hugmyndir og heimar sem búa í sameiginlegri dulvitund leikhópsins. Leikgjörningurinn er þverlistrænn og leikur á mærum leikhúss, gjörninga, myndlistar og tónlistar sem eru sömu leikhúslögmál er einkenndu verk Kantors þar sem vísanir og draugar Dauðaleikhússins birtast og hverfa á mörkum draums og veruleika, lífs og dauða.

Samsköpunarverk

Leikstóri Pálína Jónsdóttir. Listamenn: Adam Świtała, Ewa Marcinek, Jördis Richter, Magdalena Tworek, Mao Alheimsdóttir, Karolina Bogusławska, Robert Zadorozny, Wiola Ujazdowska. Sérstakar þakkir fá Góði hirðirinn og Byko. Styrkt af Mennta-og menningarmálaráðuneytið, Listahátíð í Reykjavík, Reykjavíkurborg, Helgi Eiríksson og Kolsstaðir.

"Inn­blást­ur á al­vöru­lista­menn eins og Pálínu og henn­ar fólk: kall­ar ekki fram eftir­öp­un held­ur hvet­ur til dáða í eig­in leit að mögu­leik­um og viðfangs­efn­um”

— Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðið

"Leik­sýn­ing, sem lík­ist engu öðru sem ger­ist og gengur á íslensku leik­sviði….fal­lega svið­sett með nálgun við áhorf­endur þannig að svið og salur Iðnós rennur saman – þar er á ferð bæði fal­legur sam­runi leik­ara og áhorf­enda og glæsi­leg sviðs­lausn, ein­föld og tilgerð­ar­laus."  

— Jakob Jónsson, Hugrif í vinnslu, Kjarninn

"Ekki veitir af meiri fjölbreytni í íslenskum sviðslistum, og þó miklu fyrr hefði verið ...verður forvitnilegt að fylgjast með Reykjavik Ensemble í framtíðinni því ferðalagið er rétt að byrja."  

— Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið