NÝ SVÖRT KÓMEDÍA
Djöfulsins snillingur
TJARNARBÍÓ
FRUMSÝNING: 30. mars 2023
„Ég er listamaður. Ég heyrði að ykkur vantaði einn slíkan.”
Djöfulsins snillingur er svört kómedía sem fjallar um árekstra milli sjálfsmyndar listamanns og raunveruleika innflytjanda. Uriela, nýkomin til Íslands, sækist eftir að fara í áheyrnarprufu hjá Þjóðsirkúsnum. Í stað þess að komast inn í listaelítuna fellur hún í hringiðu kostulegra umsóknar- og auðkenningarferla, sem vélrænt sjálfsafgreiðslukerfi Krónunnar sér um að meta.
Leikritið er fjöltyngdur samruni texta, líkamlegs leikhúss, myndlistar og tónlistar, innblásið af „Inferno” eftir Dante og „Babettes Gæstebud” eftir Karen Blixen.
Djöfulsins snillingur er fjórða leikverk hópsins, skapað með atvinnufólki í leikhúsi sem koma með sínar eigin upplifanir af að flytja til Íslands, listamenn sem hafa gengið í gegnum innflytjenda kerfið.
TJARNARBÍÓ
FRUMSÝNING: 30. mars 2023
Pantanir fyrir hópa: reykjavikensemble@gmail.com
Höfundar: Ewa Marcinek and Pálína Jónsdóttir
Leikarar: Jördis Richter, Heidi Bowes, Jordic Mist,
Paul Gibson, Snorri Engilbertsson
Listrænir stjórnendur:
Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir
Leikmynd og búningar: Klaudia Kaczmarek
Aðstoð við leikmynd og búninga: Wiola Ujazdowska
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóð og tónlist: Íris Thorarins
Verkefnateymi:
Sýningarstjóri: Nanna Gunnars
Leikmyndasmiður: Dawid Reiss
Saumakona: Bożenna Kubś
Framleiðslu-og kynningarteymi: Ewa Marcinek, Nanna Gunnars, Pálína Jónsdóttir
Framleiðslu-og kynningaraðstoð: Kaamos Metsikkö
Grafísk hönnun: Snæfríð Þorsteins, Klaudia Kaczmarek
Ljósmyndun: Klaudia Kaczmarek
Tæknimaður: Áslákur Ingvarsson
Framleiðandi: Heimsleikhúsið í samstarfi við Tjarnarbíó.
Styrkt af Reykjavíkurborg, Sviðslistasjóði, Nordisk Kulturkontakt og Nordisk Kulturfond.
Sérstakar þakkir: angela rawlings, Auður Snorradóttir, Gudrita Lape, Jason Mechmel, Melinda Wunderbar, Nadia Zadorozna, Rauði krossinn, Robert Zadorozny, Þjóðleikhúsið
Úr leikdómum á Djöfulsins snillingur
☆ ☆ ☆ ☆ ,,Leikhópurinn er skipaður fjölþjóðlegum og fjöltyngdum listamönnum sem eiga það sameiginlegt að búa hér á landi og eru þar með kraftur sem auðgar leiklistarmenningu okkar, auk þess sem hann í verkum sínum tekur fyrir þær þjóðfélagsbreytingar sem íslenskt samfélag gengur í gegnum um þessar mundir. Það er því óhætt að segja að Reykjavik Ensemble fylli í það menningarlega skarð sem myndast þegar mannfjöldi landsins tekur breytingum og nauðsynlegt reynist að efla menningarlífið til að allir sem á Íslandi búa finnist þeir vera hluti af samfélaginu.”
— Jakob Jónsson, Heimildin: Gróska í íslenskri leiklist
☆ ☆ ☆ ½ ,,Leikhúsinu er ekkert óviðkomandi, og þá sérstaklega ekki stóru málin, hvort heldur er í samfélagi eða sálarlífi. Jafnt og þétt nemur það land í hinum – enn sem komið – nýlega veruleika fjölþjóðlegrar fólksfjölgunar á Íslandi, eins og það er orðað í ávarpi leikskrárávarpi leikstjóra Djöfulsins snillings, Pálínu Jónsdóttur. Reykjavík Ensemble er þar í fremstu röð, bæði hvað varðar afköst og listrænt handbragð.”
— Þorgeir Tryggvason, Úr glerhúsinu Þitt eigið eltiljós
,,Jördis Richter og Snorri Engilbertsson leika þetta undarlega par; þau gera það bæði afar vel og í samleik þeirra hefst sýningin á flug… Jördís er ótrúlega trúverðug”
,,All langt er síðan ég sá Snorra síðast á leiksviði, en ég hef aldrei séð hann gera betur; hann bæði afhjúpar persónuna og fær okkur til að skilja hana; flytur textann að þrótti og skilningi og hefur svo gott vald á hreyfingum að það er nánast akróbatískt, hrein unun á að horfa.”
— Jón Viðar Jónsson, Mannlíf: Lifandi leikhús og dautt
Leikarar:
Jördis Richter
Jordic Mist
Heidi Bowes
Snorri Engilbertsson
Paul Gibson
Framleiðsla og hönnuðir:
Pálína Jónsdóttir
Leikstjóri & Rithöfundur & Framleiðandi
Ewa Marcinek
Rithöfundur & Framleiðandi
Sviðsstjóri & Markaðssetning
Nanna Gunnars
Framleiðslu- og kynningaraðstoðarmaður
Kaamos Metsikkö
Leikmyndar-og búningahönnuður, Grafísk hönnun og Ljósmyndun
Klaudia Kaczmarek
Listræn aðstoð við leikmynd og búninga
Wiola Ujazdowska
Ólafur Ágúst Stefánsson
Lýsingarhönnun
Snæfríð Þorsteins
Grafísk hönnun
Iris Thorarins
Tónsmiður & Hljóðhönnuður